Opnunar- og vistunartímar:

Leikskólinn er opinn frá klukkan 7:45 til 16:30 á daginn. Foreldrar velja þann vistunartíma sem þeir þurfa á að halda með tilliti til þess tíma sem fer í ferðir til og frá vinnu. Ekki er gert ráð fyrir að vistunartími barns sé skemmri en fjórir tímar eða lengri en átta og hálfur tími. Hægt er að sækja um lengri vistun með rökstuðningi og er hvert og eitt tilvik skoðað sérstaklega. Það er hægt að kaupa heila tíma, hálfa eða korter (dæmi: 7.45-15.00 eða 8.15-16.15). Við biðjum foreldra vinsamlegast að virða vistunartíma barna sinna.

Breyting á vistunartímum:

Ef breyta þarf vistunartíma barns eða segja upp plássi þarf að gera það með mánaðar fyrirvara. Miðað er við 1. eða 15. dag mánaðar. Fylla þarf út viðeigandi eyðublað eða senda leikskólastjóra tölvupóst með upplýsingum um nafn barns, núverandi vistunartíma, hvaða vistunartíma óskað er eftir ásamt upplýsingum um þá dagsetningu sem breytingin tekur gildi.

Reikningar:

Reikningar eru sendir út mánaðarlega og er leikskólagjaldið greytt fyrirfram. Greitt er fyrir 11 mánuði á ári þar sem gert er ráð fyrir að börn taki sumarleyfi samfellt í fjórar vikur. Upplýsingar um gjaldskrá Leikskóla Hafnarfjarðar er að finna á www.hafnarfjordur.is undir Stjórnsýsla-gjaldskrár. Ef foreldrar hafa spurningar eða athugasemdir varðandi reikninga eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér til leikskólastjóra.