Hvað þarf að vera í hólfinu í fataklefanum.

Í kassanum á alltaf að vera:

1 par af sokkum

1 stk. nærbuxur

1 stk. sokkabuxur/gammósíur

1 stk. bolur

1 stk. buxur

Í litla hólfinu fyrir ofan snaga fyrir útifatnað eiga að vera:

1 hlý peysa

2 pör vettlingar

1 par ullarsokkar

1 stk. húfa

Á grindinni fyrir neðan útifatnað:

1 par stígvél og 1 par skór

Á snögum í hólfinu eiga að hanga:

Regngalli/kuldagalli/úlpa

Öll föt þurfa að vera vel merkt því merkt föt rata frekar í rétt hólf.

Athugið að enginn óþarfi sé í hólfinu því barnið er að æfa sjálfshjálp þ.e. að klæða sig í og úr og þá geta aðskotahlutir s.s. töskur og pokar þvælst fyrir.

Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með að ekki vanti aukaföt því slysin gera ekki boð á undan sér. Hólfin á að tæma á föstudögum nema kassann hann þarf ekki að tæma.