Á Hörðuvöllum njótum við lífsins og hvers einasta dags. Leikurinn skiptir óendanlega miklu máli því í leiknum öðlast barn reynslu og af reynslu sprettur þekking. Á Hörðuvöllum komum við fram hvert við annað af virðingu og vingjarnleika og deilum saman gleði og sorg.

Það er stefna okkar á Hörðuvöllum að láta okkur líða vel og hafa gaman saman, njóta fjölbreytileika mannlegs samfélags, og tapa ekki gleðinni.