Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara í grunnskóla haustið 2021 ljúka leikskólagöngu sinni eigi síðar en 30. júlí 2021. Öll börn skulu taka samfellt sumarleyfi í leikskóla í 4 vikur.

Opið er fyrir skráningu sumarleyfa frá 18. febrúar - 18. mars 2021.

Skráning sumarleyfis er bindandi .