Fundargerð Aðalfundar foreldrafélagsins Hörðuvöllum.

Fundur var haldinn í leikskólanum þriðjudaginn 25.september 2018.

Farið var yfir þau verkefni sem foreldrafélagið hefur staðið kostnað af, piparkökuboð að morgni til í byrjun desember, leiksýningar fyrir börnin, jólasveinar á jólaballið, sveitaferð á Hraðastaði, útskriftarferð fyrir elstu börnin.

Einnig var greint frá gjöf sem foreldrafélagið færði leikskólanum, 150.000 kr. sem nýttar voru til endurnýjunar á leikföngum í sal leikskólans.

Formaður foreldrafélagsins, Sigríður Jóhannsdóttir og gjaldkeri, Guðrún Randalín Lárusdóttir sögðu af sér formennsku og gjaldkerastöðu.

Leitast var eftir framboðum í stöðurnar meðal fundargesta.

Áður starfandi félagsmenn tóku við þeim stöðum, Elisabeth Krüger tók við stöðu formanns og Þóra Kristín Gunnarsdóttir við stöðu gjaldkera. Báðar eru með börn á Laut.

Einnig tóku sæti í stjórn sem meðstjórnendur félagsins Kristín Erla Pétursdóttir(Laut), Jóhanna Ása Evensen(Lækur), Þóra Elísabet Magnúsdóttir (Hamar) og Kolbrún Hauksdóttir(Hraun).

Fundi var slitið kl 18.

Fundargerð Aðalfundar foreldrafélagsins Hörðuvöllum.

Fundur var haldinn í leikskólanum þriðjudaginn 29. október 2019 kl. 17:00.

Farið var yfir þau verkefni sem foreldrafélagið hefur staðið kostnað af, piparkökuboð að morgni til í byrjun desember, leiksýningar fyrir börnin, jólasveinar á jólaballið, sveitaferð á Hraðastaði, útskriftarferð fyrir elstu börnin og sumarhátíð.

Formaður foreldrafélagsins, Elisabeth Krüger sagði af sér formennsku.

Þóra Elísabet Magnúsdóttir (Hamar) tók við stöðu formanns og Þóra Kristín Gunnarsdóttir (Laut) heldur áfram í stöðu gjaldkera.

Meðstjórnendur félagsins frá fyrra ári eru Jóhanna Ása Evensen (Hraun) og Kolbrún Hauksdóttir (Hraun). Nýjir meðstjórnendur eru: Margrét Lilja Guðmundsdóttir (Laut) og Laufey T. Guðmundsdóttir (Hamar).

Umræður: Nýtt fyrirkomulag á sumarhátið vel heppnað. Vatnsflöskur á sumarhátíð slógu í gegn svo og hoppukastalinn. Ákveðið að jólasveinninn gefur mandarínur á jólaballinu og umræður um hvernig laða má fólk að á fund foreldrafélagsins sem er einu sinni á ári.

Fundi var slitið kl 18.

Aðalfundur 2019.pdf