Svefn og hvíld

Markmið okkar er að börnin fái hvíldarþörf sinni fullnægt. Það er einstaklingsbundið hvað hver og einn þarf að hvíla sig og/eða sofa. En áhersla er lögð á að öll börn nái góðri slökun í dagsins önn, þannig geta þau betur notið þess sem eftir er dagsins. Öll börn hafa sinn fasta stað og stund í hádeginu til svefns/hvíldar og að mestu sama starfsmann hjá sér. Hvíldartímann notum við einnig í að njóta þess að hlusta á sögur, ævintýri og góða tónlist. Stundum er líka gott að hlusta á þögnina eða eigin hugsanir.