Klæðnaður:
Það má segja að leikskólinn sé vinnustaður barnsins. Það er því mikilvægt að barnið mæti í þægilegum fatnaði sem hugsanlega þarf að þola bletti t.d. leir, lím eða málningu. Börn hreyfa sig mikið og þurfa því að eiga auðvelt með að fækka fötum t.d. í skipulagðri hreyfingu. Það er líka mjög mikilvægt að fatnaður barnanna sé ekki hættulegur t.d. með löngum reimum í hettu eða annað slíkt.
Börnin þurfa einnig að hafa með sér viðeigandi útifatnað. Þar sem veðrið á landinu okkar er mjög fjölbreytilegt þá er nauðsynlegt að hafa með sér bæði polla- og kuldagalla yfir veturinn sem og skófatnað sem þolir bæði bleytu og frost.