Dagskipulag í grófum dráttum

07:45-08:00

Leikskólinn opnar

08:00-08:30

Frjáls leikur og samvera

08:30-09:00

Morgunmatur

09:00-09:30

Hópastarf

09:30-10:30

Val

10:30-11:30

Útivera

11:30-13:00

Stutt samvera, matur og hvíld

13:00-14:00

Hópastarf

14:00-15:00

Val

15:00-15:30

Nónhressing

15:30-16:00

16:00-16:30

Samverustund og valstund

Rólegur leikur og leikskólinn lokar.

ATH. Börnin á Læk fara fyrr út á morgnana, koma fyrr inn og borða fyrr vegna ungs aldurs barnanna.

Á föstudögum er sameiginlegur söngfundur á sal kl. 9:00-9:20

Í vali geta börnin valið ýmis verkefni og/eða frjálsan leik. Það er einnig í boði að fara út fyrr á morgnana, fara í salinn eða listasmiðju.

Salurinn: Deildirnar skipta afnotum af salnum á milli sín og þar fer fram skipulögð hreyfing, frjáls hreyfing, dansleikir, söngfundir, æfingar fyrir leikrit og ýmislegt annað skemmtilegt sem krefst meira rýmis en hver deild hefur yfir að ráða.

Listasmiðja: Deildirnar skipta afnotum af Listasmiðjunni á milli sín. Þangað fara nokkur börn í einu til listsköpunar sem bæði er skipulögð og frjáls.