Afmæli:

Leikskólinn sér um að halda upp á afmæli barnsins. Afmælisbarnið fær kórónu og haldin er veisla á deildinni. Útbúnir eru frostpinnar úr ávöxtum sem afmælisbarnið býður deildarfélögum upp á. Allir sitja við langborð og syngja afmælissönginn. Ef mörg börn á deildinni eiga afmæli með stuttu millibili eru afmælisveislur oft sameinaðar.

Á söngfundi á föstudögum er sungið fyrir öll afmælisbörn vikunnar.

Af gefnu tilefni biðjum við foreldra að dreifa ekki boðskortum í hólfin. Það er stefna Hafnarfjarðarbæjar að sporna gegn einelti/útilokun í öllu skólastarfi. Við á Hörðuvöllum virðum þá stefnu m.a. með því að halda formlegum heimboðum utan leikskólans.

Ef ætlunin er að bjóða nokkrum vinum úr leikskólanum í afmælisveislu hafið þá samband við viðkomandi deildarstjóra.