Stóra afmælisveislan

03 Júl 2017

Á Læk var haldin stærðar afmælisveisla í dag með vöfflum og rjóma. Það er nefnilega þannig að á Læk eiga sex börn af sextán afmæli í júlí og þá er sumarfrí. Það var því fjör þegar 2ja og 3ja ára afmælum júlímánaðar var fagnað öllum í einu.