news

Rausnarleg gjöf frá Foreldrafélagi Hörðuvalla

16 Okt 2018

Foreldrafélag Hörðuvalla gaf leikskólanum góða gjöf nú á haustmánuðum. Glæný, falleg og vönduð áhöld eru nú komin í salinn okkar öllum til mikillar ánægju enda voru gömlu áhöldin okkar löngu orðin lúin og slitin. Nú er okkur ekkert til fyrirstöðu lengur í að æfa okkur í alls konar þrautum.

Takk fyrir okkur kæru foreldrar.