Læsisráð frá Menntamálstofnun

12 Okt 2017

Hjá öllum skólastofnunum Hafnarfjarðarbæjar er verkefnið Lestur er lífsins leikur í fullum gangi en þar er unnið að því að bæta læsi barna frá leikskóla og upp grunnskólann. Undirbúningur fyrir læsi hefst um leið og barn fæðist með því að það er talað við barnið, sungið fyrir það og lesið. Gamalt máltæki segir: Lengi býr að fyrstu gerð og það á svo sannarlega við þegar kemur að læsi barns í framtíðinni. Hlutverk og ábyrð foreldra er mjög mikil í þessum efnum og því er hér með í viðhengi læsisráð frá Menntamálastofnun sem gott er fyrir alla sem eiga, annast og umgangast börn að kynna sér.

læsisráð.pdf