news

Gaman saman

25 Sep 2019

Það er gaman saman hjá okkur á Laut. Við erum að verða búin að hrista okkur saman. Öll börn búin að skila sér til okkar og mikið fjör hjá okkur. Við notum góða veðrið á meðan það er og förum út á hverjum degi. Gott er að fara að huga að vetrarfatnaði og hafa með fatnað fyrir alla mögulega veðráttu þar sem við vitum oft ekki alveg hvenær veturinn bankar hjá okkur.

Knús og kær kveðja frá Laut