news

Eva hættir og Dísa færir sig til í starfi

02 Jún 2021

Eva Vilhjálmsdóttir okkar yndislega samstarfskona til margra ára og áratuga á Hörðuvöllum lét af störfum 31. maí sl. Það er óhætt að segja að hennar verður sárt saknað enda er hún ómetanlegur gullmoli með sinn frábæra húmor og guðdómlega góðan mat.

Dísa sem hefur verið hópstjóri á Hrauni í mörg ár hefur fært sig yfir í eldhúsið og mun sýna þar listir sínar og snilld í matreiðslu ásamt Önnu Láru og Kristínu.