news

Velkomin til baka!

15 Ágú 2019

Góðan daginn og velkomin öll til baka úr sumarfríinu. Við vonum að þið hafið haft það notalegt saman :)

Það er allt gott að frétta frá okkur. Það eru komin fimm ný börn til okkar af Læk og þau verða í Ljónahóp. Það eru þau Amelía Rut, Breki Hrafn, Einar Orri, Hervar Jarl og Skarðhéðinn Krummi. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til okkar. Það gengur mjög vel og þau voru fljót að aðlagast nýrri deild enda mikið sport að vera kominn á eldri krakka deild!

Það bætast einnig við fjögur ný börn sem koma frá öðrum leikskólum. Stígur Ernst er þegar byrjaður og hann verður í Krókódílahóp. Hin þrjú byrja öll næsta mánudag og það eru Emilía Rós sem fer í Krókódílahóp og Sandra Líf og Adrían Leó sem verða í fílahóp. Að sjálfsögðu bjóðum við þeim líka velkomin og okkur hlakkar til að fá svona mikið af flottum krökkum til okkar á Hamar :)

Skólinn byrjaði með stæl en strax á föstudeginum héldum við uppá afmælið hans Ísaks Darra okkar en hann varð fimm ára 10.ágúst. Hann bauð börnunum uppá ávaxtaríspinna :)


Elsku Ísak Darri, innilega til hamingju með fimm ára afmælið þitt!

Hópastarfið er ekki hafið hjá okkur en við erum bara að einbeita okkur að því núna að kynnast hvort öðru og æfa okkur í að leika okkur saman :) Hópastarfið fer svo á fullt í enda ágúst/byrjun september.

Fleira var það ekki :) Það eru komnar nokkrar nýjar myndir inn á Karellen frá leikskólanum. Hafið það gott um helgina!

Kveðja frá öllum á Hamri