news

Sumar, sumar, sumar og sól!

24 Jún 2019

Góðan daginn!

Það er komið ansi langt frá síðustu færslu en af okkur er allt gott að frétta.

Það er búið að vera dásamlegt veður síðustu vikurnar og við höfum heldur betur notið þess hér á leikskólanum. Við erum búin að leika okkur mikið úti í garði og farið í gönguferðir. Krókódílahópur skellti sér einn daginn á Holuróló sem var svaka stuð :) Einn daginn borðuðum við kaffið okkar uppá hól og var það svaka sport!

Fimtudaginn 13.júní var haldin Sumarhátið Hörðuvalla í borði foreldrafélagsins. Það voru hoppukastalar, sápukúlur, andlitsmáling og fullt af gómsætum veitingum. Börnin skemmtu sér svakalega vel og er ennþá verið að tala um hoppukastalana ;)

Hún Emma okkar átti afmæli 22.júní og við héldum uppá það í síðustu viku :) Hún varð fjögurra ára!

Hún bauð börnunum uppá ávaxtaíspinna :D

Elsku Emma okkar, innilega til hamingju með afmælið þitt!

Hópastarfið er komið í pásu hjá okkur fram að hausti. Nú ætlum við bara að leika okkur og gera eitthvað skemmtilegt þegar okkur dettur það í hug :) Njóta síðustu daganna saman fyrir sumarfrí :)

Fleira var það ekki en það eru komnar nýjar myndir inná Karellen :) Hafið það gott!

Kveðja frá öllum á Hamri