news

Haustið að koma

28 Ágú 2019

Góðan daginn allir! Af okkur er allt gott að frétta :) Það er mikið stuð núna á leikskólanum enda margir nýjir nemendur að læra á leikskólalífið og reglurnar okkar hér á Hörðuvöllum. Það er því ekkert óeðlilegt ef gormanir ykkar eru extra þreyttir núna :)

Haustið er aaaaalveg að fara að koma en laufin eru byrjuð að gulna og haustlægðirnar eru mættar. Við þurftum að fara í pollaföt um daginn og krakkarnir voru næstum búin að gleyma hvernig það átti að klæða sig í þá! Við höfum haft svo mikið af sólinni góðu undanfarið ;) En það er alltaf gaman að leika úti í rigningunni og sulla í pollunum og drullumalla. Pollagallarnir eru því kannski svolítið skítugir og viljum við biðja foreldra um að kíkja á pollagalla barnanna sinna og taka þá heim og skola af þeim ef þeir eru mjög skítugir. Það er ekkert gaman að klæða sig í grútskítuga pollagalla! Einnig viljum við minna á að fara yfir vettlinga og húfur en það er farið að kólna og börnin þurfa að hafa nokkrar til skiptis :)

Það eru komnar nokkrar nýjar myndir inná karellen :)

Fleira var það ekki. Kveðja frá öllum á Hamri.