news

Blær

13 Feb 2019

Hæhæ,

Í dag kom loksins bangsinn Blær í heimsókn til okkar. Blær er hluti af vináttuverkefni Barnaheilla sem við nýtum okkur í leikskólanum. Blær á litla frændur/frænkur sem eru alveg eins og Blær, bara minni, en þau týndust á leiðinni í leikskólann til okkar. Þau sendu okkur bréf og útskýrðu hvar þau voru svo við örkuðum að finna litlu Blæina. Nú eiga börnin öll sinn litla Blæ, sem býr í leikskólanum og má ekki fara heim fyrr en þau fara í skóla. Tilgangurinn með bangsanum er sá að börnin geti náð sér í hann ef þeim líður illa eða vantar knús. Fyrir áhugasama má finna upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Barnaheilla: www.barnaheill.is