news

Aðlögun

11 Sep 2019

Við á Laut erum í góðum gír þessa dagana. Við erum búin með aðlögun nýrra barna að mestu. Þetta haustið fengum við í fyrsta skipti einn hóp sem samanstendur af tveggja ára börnum. Sami aldur og er á Læk. Aldurshópurinn á Laut er börn sem fædd eru 2014 (Demantahópur) börn sem fædd eru 2015 (Tröllahópur ) börn sem fædd eru 2017 (Kisuhópur). Aldurshópurinn er frekar dreifður. Aðlögun barnanna hefur gengið vel. Hópstjórarnir eru Rúrí hópstjóri Demantahóps, María hópstjóri Tröllahóps og Sigrún Ella hópstjóri Kisuhóps.

Minnum á að kíkja í kassana sem eru í hólfum barnanna og uppfæra ef með þarf.

Kn+us og kær kveðja frá Laut