news

Leikskólastarfið

26 Ágú 2019

Komið þið sæl og blessuð kæru foreldrar og börn.

Jæja, þá er leikskólastarfið hafið og allt farið að ganga sinn vana gang. Litlu krakkarnir í Kisuhóp eru að skólast til og nýj börn farin að venjast öllu saman. Allt gengur mjög vel, við höfum verið svo heppin með veður og verið mikið úti. Nú er von á vætutíð og biðjum við ykkur að yfirfara kassana með aukafötum barnanna reglulega. Eins er mikilvægt að börnin séu með regngalla og stígvél í hólfinu sínu.

Við biðjum ykkur um að halda öllum aukahlutum í lágmarki í hólfum barnanna. Ástæðan er sú að við viljum að þau geti bjargað sér sjálf með því að sækja aukaföt í hólfin ef þau blotna eða þurfa að skipta um föt.


Dísa verður með Kisuhóp; börn fædd 2016. Elísa Dögg, Leen, Helena Sól, Víkingur Alex, Sævar Númi og Emil Jaki.

Ásta verður með Hvolpahóp; börn fædd 2015 Óttarr, Frosti, Úlfar Karl, Bergur, Elín Kara, Elísabet Ripley og Lena Björk

Guðrún Mjöll verður með Hestahóp; börn fædd 2014 Óliver Kató, Arngrímur Kató, Adrian Cesar, Perla, Kristbjörg Lilja, Stella Maren, Sólon Theódór og Ægir Rafn.

Við hlökkum til vetrarins og vonum að við eigum eftir að eiga góð og jákvæð samskipti.

Bestu kveðjur Guðrún Mjöll deildastjóri á Hrauni.