news

Útskriftarferð 2019

29 Apr 2019

Sæl og blessuð öll.

Útskriftaferðin okkar heppnaðist mjög vel í alla staði. Börnin voru ánægð með daginn þótt það hafi ringt aðeins á okkur. Við byrjuðum á því að fara í rútu og þaðan í Hörpu að hlusta á Sinfóníuna og söguna um Tobba túbu. Þaðan fórum við í Borgarbókasafnið og skoðuðum bækur, lékum með púða og hlustuðum á sögur. Þá var haldið af stað á Grilhúsillhús Guðmundar þar sem allir fengu hamborgara og franskar og epla/appelsínusafa. Þá var aðeins gengið um miðbæinn og beðið eftir strætó sem fór með okkur í Hafnarfjörð þar sem við keyptum okkur Vesturbæjarís. Þetta var frábær dagur og allir komu kátir aftur í leikskólann. Bestu kveðjur Guðrún MJöll