news

Börnin á Hörðuvöllum tína rusl í hrauninu

20 Maí 2019

Komiði sæl og blessuð öll. Alltaf allt gott að frétta af Hrauni. Við skelltum okkur út í síðustu viku og tíndum rusl í næsta nágreni. Við vorum ekki lengi að fylla stóran svartan ruslapoka á 30 mínútum, krafturinn var þvílíkur hjá krökkunum. Nú fer að styttast í útskrift hjá Hestahóp og við höfum verið að gera allkonar verkefni til að skreyta veggina. Við erum líka að æfa lög og dans sem við ætlum að sýna ykkur á Útskriftarhátíðinni.

Nú eru börnin mikið úti og viljum við endilega biðja ykkur um að hafa léttar húfur í hólfunum og ekki gleyma regnfötum og viðeigandi skóbúnaði, því við vitum aldrei fyrr en byrjað er að rigna á okkur.

Bestu kveðjur til ykkar allra. Guðrún, Ásta, Dísa og Tinna